Júróvisjón er í kvöld! Ég er búin að bíða eftir þessu kvöldi í heilt ár!! hehe Eða hér um bil. Við fjölskyldan erum að fara í grill til Sísíar þar sem allar stelpurnar verða (fyrir utan Dóru sem þykist vera í Kína að vinna ) og makar og börn (Linda María) með. Ég hlakka svoooo til að þessi dagur er bara ekkert að líða. Þetta er svona svipað og þegar maður var barn; í september var mann farið að hlakka til jólanna eins og þau væru bara í næstu viku
Svo er enn meira tilhlökkunarefni.... Kosningar!! Þetta stefnir í rosalega spennandi kosningar á laugardaginn. Ég vona svo sannarlega að það náist að fella þessa stóriðju-ríkisstjórn sem hugsar vart um annað en að ísland (og þeir sjálfir) verði ríkari og ríkari til að geta byggt hitt og þetta en gleyma fólkinu í landinu sem þarf svooo á ýmisskonar stuðningi að halda. Ég nenni ekki að fara að telja það allt upp hér sem mér finnst vera að en þeir sem þekkja mig og þá sérstaklega mamma mín vita hvað ég er að tala um
Jæja, nóg af röfli í bili
Í lokin skulum við hlæja að þessum klára kínverja.......
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=54&id=3398
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rakel! þú ert sko snillingur flott síða hjá þér og gaman að lesa og hvða er að brjótast í sæta kollinum þínum Það er ervit að heimsækjast ef við ætlum að kíkja á ykkur er annað ykkar ekki heima ef þið ætlið að kíkja á okkur þá er annað okkar ekki heima en við gefust ekki upp skana þessa hvað við sjáumst sjaldan þarf svooooooo að pota aðeins í gullmolan okkar en góða skemmtun í köld ég verð líka límd við skjáninn eins og vonandi allir sannir íslendingar
knús knú Anna panna
Anna (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:59
í augnablikinu þegar klukkuna vantar 10 mínútur í tíu og fréttir framundan virðist þessi ríkisstjórn ætla að halda áfram samstarfiinu. Ég bíð spennt eftir fréttum og ef það verður raunin þá spyr ég HVAR ER LÝÐRÆÐIÐ??? Er það lýðræði að láta fólkið í landinu kjósa en hlusta ekki á vilja þess? Fólkið hefur hafnað framsóknarflokknum,skilja þeir það ekki????
Guðrún Olga Clausen, 14.5.2007 kl. 21:53
Þetta er sko algjört bananalýðveldi sem við lifum í!
Eitt sem ég skil ekki alveg...... af hverju erum við ekki duglegri að láta í okkur heyra þegar okkur mislíkar e-ð??
Mér finnst alveg spurning um að ef til þess kemur að sjálfstæðismenn og framsókn ætla að halda samstarfinu áfram að við hreinlega mótmælum því á einn eða annan hátt!! Hvað segið þið um það?? Maður á ekki að leyfa þeim að komast upp með það að hundsa svona vilja þjóðarinnar sem er mjööööög augljós!
Og hana nú!!
Mamma! Þetta veltur allt á okkur
Rakel (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.