Það er svo margt.....

....sem mig langar að breyta í þessum heimi!! Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.

Ég var semsagt að horfa á þátt í sjónvarpinu þar sem verið var að sýna nautöt (mamma, get ég skrifað þetta svona Grin), nauta "rodeo" og svona ýmsar athafnir þar sem nautum er plantað í mannfjölda, skíthrædd og vilja fátt annað en að komast í grænan haga að bíta gras. Ég get sko alveg orðið brjáluð þegar ég sé hvernig farið er með dýr!!!!! Þeir sem mig þekkja vita hversu viðkvæm ég er fyrir þessu. En alla vega í þessum þætti réðst naut á nautabana og slasaði nokkuð og það eina sem ég gat hugsað var "GOTT Á ÞIG"! Ykkur finnst ég kannski vera hörð en svona upplifi ég þetta. Hann getur að sjálfsögðu alltaf átt von á þessu, heldur að hann sé voða flottur og öruggur í skærbleiku gammósíunum sínum með Mikka Mús eyrun á höfðinu og bleiku slæðuna sem amma hans saumaði handa honum í höndunum. En hvers á aumingja nautið að gjalda?? Nautabaninn búinn að stinga fleiri fleiri spjótum í bakið á því og heldur á sverði sem á að enda þessa hræðilegu meðferð á dýrinu.  Það er svo margt rangt við þetta. Ég held að dýraverndunarsamtökin ættu að slappa af í þessum hvalveiði áróðri sínum og fara að einbeita sér að e-u svona. Eða hvað? Persónulega finnst mér að það ætti að banna þetta þótt Spánverjum finnist þetta voða "töff". Það er ekkert að marka þá hvort eð er Grin 

Svo er það nauta "rodeo" eins og t.d. í Mexíkó þar sem þeir reka sporana á kúrekastígvélunum sínum á bólakaf inn í aumingja nautin! Þið vitið ekki hvað mig langar að gera við þessa menn!!!! ARGH!!!

Og þetta á ekki bara við um naut heldur hesta líka svo við gleymum nú ekki bara þeirri misþyrmingu sem er framkvæmd á dýrum daglega Frown

Ég held ég verði að láta gott heita í bili áður en ég fer út í e-a vitleysu! Ég skammast mín á stundum sem þessu fyrir mannkynið!


Hérna getið þið séð dæmi um hvernig fólki finns í lagi að fara með dýr!!!!! Af hverju er ekki búið að banna þetta!!! (EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!)

http://www.youtube.com/watch?v=Tzg-zpXik6U

(þið verðið bara að gera copy/paste til að kíkja) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Veit ekki alveg með "nautöt", held að ég myndi bara nota það í eintölu og segja nautaat. VIÐBJÓÐUR!! Ég gæti ekki hugsað mér að fara á eitt slíkt. Ég finn líka hræðilega til með skepnum sem farið er svona illa með. Hvernig í veröldinni er hægt að sitja með popp og kók í sólinni og NJÓTA þess að sjá dýr kvalin?? Halló er eitthvað að??

Guðrún Olga Clausen, 22.5.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Ég veit ekki með naautaat í fleirtölu, held ekki að það gangi. En mikið er ég sammála þér Rakel mín með þetta allt. Ég skil ekki hvernig hægt er að fara svona með dýr. Hvað er að fólki sem situr í sólinni með börnin sín, popp og kók og NÝTUR þess að horfa á dýr kvalin?? Ég gæti ekki hugsað mér að fara á nautaat. Mér finnst það viðbjóðslegt og segi eins og þú, hvar eru dýraverndunarsamtök þegar kemur að þessu atriði??

Guðrún Olga Clausen, 22.5.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Afsakaðu þetta varð tvöfalt. Hélt að ég væri búin að eyða fyrri færslunni óvart.

Guðrún Olga Clausen, 22.5.2007 kl. 22:35

4 identicon

Nautaöt sko.... ojbarasta!! Allar íþróttir sem fela það í sér að meiða saklaus dýr eru bara eitthvað sem ég skil EKKI!! Og einmitt.. sitja í sólinni og NJÓTA þess að fylgjast með dýrapyntingum!

Og þetta myndband.... ég er ekki sérlega viðkvæm manneskja en... ég bara meikaði ALLS EKKI að horfa á þetta til enda! Þetta er bara hreinn VIBBI!!

Sóldís (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:16

5 identicon

Ég get sko sagt ykkur það að ég grét úr mér augun þegar ég horfði á þetta myndband Ég gat ekki heldur horft á þetta til enda. Hugsið ykkur viðbjóðinn sem viðgengst!!!!! Og þetta finnst fólki vera SKEMMTUN!!!!! Ég er endalaust að brjóta heilann um það hvað ég get gert til að reyna að stöðva þetta....... Einhverjar hugmyndir??

Rassgata (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband